50. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Helgi Hjörvar var fjarverandi.
Sigríður Andersen vék af fundi kl. 09:20.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 47. - 49. fundar samþykktar.

2) Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Kl. 09:15
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.

Formaður lagði til að nefndin afgreiddi fyrirliggjandi drög að tillögu til þingsályktunar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf.

Samþykkt að afgreiða málið. Allir fylgjandi málinu.

3) Önnur mál Kl. 09:05
Formaður tók fyrir 653. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir (skipun rannsóknarnefnda o.fl.) þ.e. varðandi tilkynningar rannsóknarnefndar um meint brot til ríkissaksóknara, viðkomandi forstöðumanns eða hlutaðeigandi ráðuneytis.

Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og svaraði spurningum varðandi málið.

Samþykkt að leyfa myndatöku inni á fundinum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50